Forsetafrúrnar flottar í tauinu

Brigitte Macron og Melania Trump voru fínar í tauinu í …
Brigitte Macron og Melania Trump voru fínar í tauinu í París. AFP

Forsetafrúrnar Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska tók á móti frú Trump í Frakklandi þegar þjóðarleiðtogar og makar minntust þess að 100 ár eru liðin frá lok­um fyrri heimsstyrjaldar. 

Frú Macron tók á móti Melaniu á laugardaginn í bláu pilsi og peysu frá Louis Vuitton en Brigitte er mikill aðdáandi franska merkisins. Melania lét sér hins vegar ekki verða kalt í París þótt hún væri berleggja og klæddist svörtum ullarkjól frá Bottega Veneta í skóm frá Christian Louboutin. 

Melania Trump og Brigitte Macron voru í stíl.
Melania Trump og Brigitte Macron voru í stíl. AFP
Forsetafrúrnar voru á pinnahælum í stíl við fatnað sinn.
Forsetafrúrnar voru á pinnahælum í stíl við fatnað sinn. AFP

Á sunnudaginn var Melania í gráum fallegum en hefðbundnum kjól en átti ekki roð í hina 65 ára gömlu Brigitte. Franska forsetafrúin er þekkt fyrir töffaralegan stíl og var hún glæsileg í svörtum buxum og jakkafatajakka við. Þegar hún steig út fyrir var hún í svartri kápu við með svartri, brúnni og hvítri leðurrönd. 

Brigitte Macron var nútímalega klædd á meðan Melania Trump kaus …
Brigitte Macron var nútímalega klædd á meðan Melania Trump kaus öllu hefðbundnari fatnað. AFP
Brigitte Macron var í flottri yfirhöfn á meðan Melania Trump …
Brigitte Macron var í flottri yfirhöfn á meðan Melania Trump var í grárri og hefðbundinni ullarkápu. AFP
mbl.is