Meghan glitraði fyrir allan peninginn

Harry og Meghan voru prúðbúin í leikhúsi í London.
Harry og Meghan voru prúðbúin í leikhúsi í London. AFP

Meghan hertogaynja glitraði fyrir allan peninginn þegar hún og Harry Bretaprins mættu á góðgerðarkvöld í leikhúsi í London í gær, mánudag. Á meðan Harry mætti með slaufu var Meghan í topp og síðu þröngu pilsi. 

Samkvæmt Daily Mail voru fötin frá hönnuðinum Safiyaa sem vinnur í London. Toppurinn kostaði 895 pund eða rúmar 140 þúsund krónur. Pilsið var ekki mikið ódýrara þrátt fyrir að vera hlutlausara og kostaði svarta pilsið 850 pund. 

Fötin glitruðu ekki bara því sjö þúsund punda eyrnalokkarnir frá Birks gerðu það líka sem og veski Meghan. 

Meghan geislaði í glitrandi fötum.
Meghan geislaði í glitrandi fötum. AFP
Meghan hertogaynja.
Meghan hertogaynja. AFP
mbl.is