Ógeðslega flottir búningar!

Tilda Swinton í svörtu sem hin magnaða Madame Blanc.
Tilda Swinton í svörtu sem hin magnaða Madame Blanc. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki á hverjum degi sem kvikmyndir koma út sem maður veit innst í hjarta sínu að muni hafa áhrif á tískuna um ókomna tíð. Kvikmyndin Suspiria eftir Luca Guadagnino er sú kvikmynd okkar tíma að mati margra. Hún er allt í senn falleg, góð, en líka hryllileg og ill. Vogue  og fleiri fjölmiðlar hafa verið að spá í áhrif myndarinnar á tískuna.

Kvikmyndin er fersk endurgerð á klassískri költ hryllingsmynd. Íslenskir atvinnudansarar eru í sviðsljósinu, ásamt Tilda Swinton, Dakota Johnson, Chloë Grace Moretz og Mia Goth. Tónlistin er eftir Thom Yorke, forsprakka Radiohead. Halla Þórðardóttir var aðstoðardansstjóri kvikmyndarinnar og íslenski dansarinn Tanja Marín ljáði Dakota Johnson líkama sinn, sem staðgengill hennar í dansinum. 

Fagurfræðin í kvikmyndinni Suspiria er þannig að hún mun án ...
Fagurfræðin í kvikmyndinni Suspiria er þannig að hún mun án efa hafa áhrif á tískuna á komandi misserum. Ljósmynd/Aðsend

Án þess að vilja spilla of mikið fyrir þeim sem ætla sér að sjá kvikmyndina á næstu dögum í Bíó Paradís er eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir við kvikmyndina fagurfræði hennar.

Búningahönnunin var í höndum tískuhönnuðarins Giulia Piersanti. Hún er í hönnunarteymi tískuhússins Céline. Á daginn leiðir hún prjónhönnun vörumerkisins en í frístundum sínum töfrar hún upp búninga fyrir kvikmyndir. Piersanti gerði einnig búninga fyrir kvikmyndina Call me by your name eftir Guadagnino. 

Það sem er svo magnað við búningana í Supspiria er hvað þeir eru fallega sniðnir. Hver einasta flík er sérsaumuð í verksmiðjum sem sauma fyrir hátískuhúsin í Evrópu. Efnin eru guðdómleg og tískan minnir á áttunda áratug síðustu aldar en með smá twisti. Því stíllinn er frekar eitthvað sem maður myndi sjá í þýska sósíalistatímaritinu Sibylle, heldur en í Vogue á þessum tíma. 

Eins tekst Piersanti vel til að gera búningana ógeðslega á sinn hátt. Sem dæmi eru búningar í kvikmyndinni með áprentuðu mynstri. En þegar betur er að gáð þá minnir áprentunin á efninu á afskorna útlimi, brjóst og fleira sem kemur á óvart. 

Það verður spennandi að sjá snið í anda myndarinnar á tískupöllum á næstu misserum. Millisíðan fatnað með stígvélum. Klassíska förðun og fallegt hár.

Falleg snið sem minna á áttunda áratug síðustu aldar.
Falleg snið sem minna á áttunda áratug síðustu aldar. Ljósmynd/skjáskot Youtube
mbl.is

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Í gær, 22:15 Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

Í gær, 19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

Í gær, 16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

Í gær, 13:09 Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

Í gær, 10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

Í gær, 05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í fyrradag Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í fyrradag Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

í fyrradag Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í fyrradag Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í fyrradag Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »