Ógeðslega flottir búningar!

Tilda Swinton í svörtu sem hin magnaða Madame Blanc.
Tilda Swinton í svörtu sem hin magnaða Madame Blanc. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki á hverjum degi sem kvikmyndir koma út sem maður veit innst í hjarta sínu að muni hafa áhrif á tískuna um ókomna tíð. Kvikmyndin Suspiria eftir Luca Guadagnino er sú kvikmynd okkar tíma að mati margra. Hún er allt í senn falleg, góð, en líka hryllileg og ill. Vogue  og fleiri fjölmiðlar hafa verið að spá í áhrif myndarinnar á tískuna.

Kvikmyndin er fersk endurgerð á klassískri költ hryllingsmynd. Íslenskir atvinnudansarar eru í sviðsljósinu, ásamt Tilda Swinton, Dakota Johnson, Chloë Grace Moretz og Mia Goth. Tónlistin er eftir Thom Yorke, forsprakka Radiohead. Halla Þórðardóttir var aðstoðardansstjóri kvikmyndarinnar og íslenski dansarinn Tanja Marín ljáði Dakota Johnson líkama sinn, sem staðgengill hennar í dansinum. 

Fagurfræðin í kvikmyndinni Suspiria er þannig að hún mun án …
Fagurfræðin í kvikmyndinni Suspiria er þannig að hún mun án efa hafa áhrif á tískuna á komandi misserum. Ljósmynd/Aðsend

Án þess að vilja spilla of mikið fyrir þeim sem ætla sér að sjá kvikmyndina á næstu dögum í Bíó Paradís er eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir við kvikmyndina fagurfræði hennar.

Búningahönnunin var í höndum tískuhönnuðarins Giulia Piersanti. Hún er í hönnunarteymi tískuhússins Céline. Á daginn leiðir hún prjónhönnun vörumerkisins en í frístundum sínum töfrar hún upp búninga fyrir kvikmyndir. Piersanti gerði einnig búninga fyrir kvikmyndina Call me by your name eftir Guadagnino. 

Það sem er svo magnað við búningana í Supspiria er hvað þeir eru fallega sniðnir. Hver einasta flík er sérsaumuð í verksmiðjum sem sauma fyrir hátískuhúsin í Evrópu. Efnin eru guðdómleg og tískan minnir á áttunda áratug síðustu aldar en með smá twisti. Því stíllinn er frekar eitthvað sem maður myndi sjá í þýska sósíalistatímaritinu Sibylle, heldur en í Vogue á þessum tíma. 

Eins tekst Piersanti vel til að gera búningana ógeðslega á sinn hátt. Sem dæmi eru búningar í kvikmyndinni með áprentuðu mynstri. En þegar betur er að gáð þá minnir áprentunin á efninu á afskorna útlimi, brjóst og fleira sem kemur á óvart. 

Það verður spennandi að sjá snið í anda myndarinnar á tískupöllum á næstu misserum. Millisíðan fatnað með stígvélum. Klassíska förðun og fallegt hár.

Falleg snið sem minna á áttunda áratug síðustu aldar.
Falleg snið sem minna á áttunda áratug síðustu aldar. Ljósmynd/skjáskot Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál