Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

Verslunin COS opnar á Íslandi. Ekki er gefið út nákvæmlega hvenær verslunin opnar en hún er í eigu H&M-veldisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að verslunin opni í Reykjavík síðar á þessu ári.  

Fyrsta COS-verslunin var opnuð 2007 og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda hjá fólki sem vill borga aðeins meira fyrir fatnaðinn en í H&M. 

Í tískulínum COS er alltaf lögð áhersla á að í línunni séu almennilegar lykilflíkur í bland við endurhannaða klassík með gott notagildi. 

Verslunin mun opna á Hafnartorgi – í húsinu við hlið H&M. Rýmið er á tveimur hæðum, um 700 fermetra verslunarrými er kemur fram í tilkynningu frá fasteignafélaginu Reginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál