Fráskilda konan sem náði sér í kóng

Hertogahjónin af Windsor stilla sér upp á brúðkaupsdaginn.
Hertogahjónin af Windsor stilla sér upp á brúðkaupsdaginn. mbl.is/AP Photo

Það eru fáir sem hafa haft eins mikil áhrif í heimi tískunnar og Wallis Simpson gerði. Simpson var fædd árið 1896 og dó árið 1986. Hún var betur þekkt sem hertogaynjan af Windsor.

Ástarævintýri hertogans og hertogaynjunnar af Windsor er án efa sögulegasta ástarsaga síðustu aldar. Vafalaust hefur fátt á síðustu öld orðið bresku þjóðinni slík hneykslunarhella sem það þegar Játvarður VIII Bretlandskonungur tilkynnti þegnum sínum í desember árið 1936 að hann myndi afsala sér konungdómi til að kvænast konunni sem hann elskaði. Lengst af þögðu bresk blöð um málið þótt samband konungs og Wallis Simpson væri á allra vitorði. Það lá hins vegar ljóst fyrir að breska þjóðin myndi aldrei samþykkja að Játvarður konungur, sem var æðsti maður kirkjunnar, kvæntist tvífráskilinni bandarískri konu. 

Tatler fjallaði nýverið um bestu tískuaugnablik hertogaynjunnar.  

Það sem einkenndi stíl hennar var að hún var alltaf með fallega uppsett hárið. Hún klæddist kjólum sem voru þröngir í mittið og mjög vel klæðskerasaumaðir. Hún var í einföldum fatnaði og notaði nælur og annað skraut til að ýta undir persónulegan stíl sinn. 

Eins átti hún auðvelt með að setja saman fallega liti. Sem dæmi blár kjóll með gulu belti sem kom einstaklega fallega út á henni. 

View this post on Instagram

In 1936, #KingEdwardVIII unexpectedly abdicated the #throne to marry the love of his life, American divorcée #WallisSimpson, proclaiming, "I have found it impossible to carry the heavy burden of responsibility and to discharge my duties as king as I would wish to do without the help and support of the woman I #love." Edward's behavior prior to his decision to abdicate—including courting Wallis while she was still married to her second husband—garnered outrage from the British Royal Family, most notably from Queen Mary of Teck and King George V, and led to the "abdication crisis" in Britain. In 1937, the happy couple married and embarked on a jet-setting life in Paris, meanwhile referring to themselves as "W.E."—their initials, but also a dig at the royal "we," or the majestic plural. Subversive and playful, their nickname continues to serve as a testament to their lasting adoration for one another. . #we #movie #history #realstory

A post shared by #akmood (@lencredemoname) on Jan 4, 2019 at 11:56pm PST

mbl.is