Gamlar gardínur öðlast nýtt líf hjá Birgittu

Birgitta Björt fatahönnunarnemi notar gömul efni og föt í nýja ...
Birgitta Björt fatahönnunarnemi notar gömul efni og föt í nýja fatalínu.

Birgitta Björt Björnsdóttir er 22 ára nemi á öðru ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Hún og bekkjarfélagar hennar sjá hugmyndir sínar lifna við á tískusýningu á fimmtudaginn þar sem unnið er úr efnum úr fatasöfnun Rauða krossins. Birgitta segir magnað að sjá hvað skili sér í gámana en hún notar meðal annars gamlar gardínur í sína línu.

„Þetta er fyrsta línan sem við saumum sjálf. Okkar skil eru alltaf bara teikningar, skissur og jafnvel efnis- og litaprufur, þetta er fyrsta verkefnið sem við erum að sauma frá grunni og erum að nota efni frá Rauða krossinum,“ segir Birgitta. „Við þurfum líka að hugsa praktískt. Er hægt að sauma svona? Er eitthvað efni með þessari áferð?“

Birgitta og bekkjarfélagar hennar gátu ekki bara pantað rétta efnið heldur prófuðu sig áfram til að ná fram réttu áferðinni.

„Ég er að vinna með pönk og kjóla sem voru vinsælir í kringum 1700, stórar mjaðmir, stórar axlir og blanda saman. Ég byrjaði að leika mér með tjull. Gerði lokaprufu þar sem ég spaslaði yfir tjullið og var með leður undir þá kom svona áferð eins og hákarlaleður.“

Leðrið fékk Birgitta úr gömlum leðurjökkum en tjullið úr gömlum gardínum. Til þess að drýgja leðurefnið hefur hún svo verið að vinna með bútasaum. 

Áfanginn hefur verið kenndur í Listaháskólanum í nokkur ár en Birgitta segir að í ár hafi nemendur í fyrsta sinn fengið að sortera úr gámunum með starfsfólki Rauða krossins. Hún segir að það hafi verið munur á hvað kom frá hvaða hverfum. Í hverfum þar sem efnaðra fólk býr hafi komið mikið af merkjavörum en aðrir gámar voru fullir af fötum úr H&M, Zöru og Primark. Hún segir auk þess starfsfólk fatasöfnunar Rauða krossins sjá reglulega ekta Gucci og ekta Louis Vuitton.

Birgitta vann með hugmyndina um pönk og kjólatísku frá því ...
Birgitta vann með hugmyndina um pönk og kjólatísku frá því um 1700.

Birgitta og samnemendur hennar eru meðvituð um mengun sem fylgir tískuiðnaðinum í dag en í náminu læra þau að vinna með það í stað þess að láta það koma niður á sköpuninni. 

Sjálf segist Birgitta alveg kaupa föt úr búðum eins og Zöru en það hafi þó snarminnkað eftir að hún byrjaði í Listaháskólanum. Hún segist lesa sér vel til áður en hún kaupir föt og reynir að finna nýjar búðir með náttúrulegar vörur eða föt saumuð við góð skilyrði. Hún segist ekki hafa áhuga á tísku sem snúist um að sýna að fólk eigi peninga og dettur ekki í huga að eyða mörgum mánaðarlaunum í eina tösku auk þess sem stór og dýr vörumerki huga ekki endilega betur að umhverfisvernd eða öðrum þáttum sem skipta hana máli. 

Fatahönnunarnemar fundu ýmislegt í fatasöfnun Rauða krossins.
Fatahönnunarnemar fundu ýmislegt í fatasöfnun Rauða krossins.

Tískusýningin fer fram fimmtudaginn 14. mars í leikhúsrými Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, gengið inn um listkennsluinngang. Tískusýningin verður sýnd tvisvar, kl. 19 og kl. 20. Aðgangur er ókeypis en hægt er að panta miða á Tix.is

mbl.is

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenju slæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

11:00 Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

09:01 Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

Í gær, 23:30 Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í gær Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í gær Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í gær Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

í gær Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

í gær „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

22.3. Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

21.3. Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »