Hundar hreinni en menn með skegg

Bandaríski leikarinn Jason Momoa er með mikið skegg en ætli …
Bandaríski leikarinn Jason Momoa er með mikið skegg en ætli sé að finna mikið af bakteríum í skegginu? mbl.is/AFP

Sumir myndu telja hunda skítugri en mannfólkið en nú halda vísindamenn í Sviss því fram að það sé að finna fleiri bakteríur í skeggi manna en í hundsfeldi. BBC greinir frá niðurstöðum vísindamannanna en í ljós kom að mun meira var af bakteríum í skeggi karlmannanna 18 sem tóku þátt en í hundsfeldinum sem skoðaður var.

Rannsóknin leiddi í ljós að allir skeggjuðu karlmennirnir sem voru á aldrinum 18 ára til 70 ára voru með mikið magn af bakteríum í skeggi sínu. Þrjátíu hundar af mismunandi tegundum voru skoðaðir og sýndu ekki nema 23 af 30 mikið magn af bakteríum í feldinum. Hinir hundarnir voru með allt frá meðal til lítils af bakteríum í feldi sínum. 

Sjö af þeim mönnum sem tóku þátt í tilrauninni voru reyndar með svo mikið af bakteríum í skegginu að þeir áttu á hættu að verða veikir. Komust vísindamennirnir að þessu þegar þeir voru að reyna að skoða hvort menn gætu orðið veikir út frá bakteríum í hundsfeldi. 

„Út frá þessum niðurstöðum er hægt að líta svo á að hundar séu hreinir borið saman við skeggjaða menn,“ sagði vísindamaðurinn Andreas Gutzeit. 

Hundsfeldur er sagður hreinni en skegg.
Hundsfeldur er sagður hreinni en skegg. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál