Stærsta hársýningin sem haldin hefur verið

Baldur Rafn Gylfason.
Baldur Rafn Gylfason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„World Wide Hair Tour er sýning á vegum Davines sem er haldin ár hvert út um allan heim og við erum svo heppin að fá hann til Íslands þetta árið. Þetta er á meðal stærstu einkaviðburða sem haldnir hafa verið á Íslandi og langstærsta hársýningin. Um 1300 manns eru að koma til Íslands til að taka þátt auk rúmlega 100 íslenskra hársnyrta,“ segir Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro sem flytur inn vörur frá Davines.

Það er úrvalslið að sýna á sýningunni en þar á meðal er stórstjarnan Angelo Seminara sem er margfaldur vinningshafi „British Hairdresser of the Year“ og listrænn stjórnandi Davines. Hann vinnur náið með stærstu tískutímaritum heims eins og Vogue, Vanity Fair, Harper’s Bazaar UK, Muse, Mixte, Dazed and Confused, Another Man og Numéro Japan.

„Hluti af dagskránni er World Style Contest, en það er keppni sem veitir færu hárgreiðslufólki að túlka sinn stíl, og keppast um alþjóðlega kynningu með því að skora hvert annað á hólm sem vinningshafar frá hverju landi,“ segir Baldur Rafn. 

Hátíðin er haldin í Hörpu dagana 6. og 7. maí.

Angelo Seminara listrænn stjórnandi Davines.
Angelo Seminara listrænn stjórnandi Davines.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál