Skilaboð frá húðlækni stjarnanna

Dr Harold Lancer ásamt eiginkonu sinni Dani Lancer.
Dr Harold Lancer ásamt eiginkonu sinni Dani Lancer.

Dr Harold Lancer er húðlæknir Kim Kardashian West, Ellen DeGeneres og Oprah Winfrey svo einhverjar séu nefndar. Lancer starfar í Los Angeles. Margir tala um hann sem eins konar húð-gúrú og hefur fjöldinn allur af fólki farið til hans með von um breytt útlit til þess eins að fá fyrirlestur frá honum um að lýtaaðgerðir, bótox og fyllingar sé eitthvað sem gott er að halda í lágmarki. Hann hefur meiri trú á kremum og öðrum áhugaverðum leiðum til að halda húðinni heilbrigðri. 

Lancer segir að augnkrem séu nauðsynleg fyrir konur og karla. Húðin í kringum augun er öðruvísi samsett en húðin í andlitinu og því sé mikilvægt að nota krem sem á við svæðið.

Hann segir að konur ættu að húðfarða í lágmarki, í staðinn ætti að leggja rækt við húðina sjálfa þannig að hún þurfi ekki að vera falin undir þykku lagi farðans. Hann segir margar góðar leiðir hægt að fara til að ná fram fegurð húðarinnar í stað þess að hylja hana. 

Hann segir að matur hafi mikil áhrif á húðina. Lancer telur gott að lágmarka magn kaffis á daginn, súkkulaðis og sykurs fyrir húðina. Eins segir hann að mikilvægt að minnka mjólkurvörur og sterkju sem myndar bletti og misfellur í húðinni.

Ör eftir fílapensla geta verið mikil hjá fólki og því getur verið nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að losna við slíkt. Hann segir lasermeðferðir vinsælar, eins sé hægt að kaupa alls konar krem sem minnka ör og jafna litinn í kringum ör í andliti.

Instagram-síða Lancer er áhugaverð síða þar sem hægt er að fræðast töluvert um góðar leiðir til að halda húðinni unglegri.

Lancer og eiginkona hans eru án efa ein besta sönnun þess að leiðir hans virka. Þau líta út fyrir að vera töluvert yngri en þau eru og húðin þeirra er einstaklega falleg og frískleg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál