Brúðarkjólar Beckham ólíkir hennar eigin

Victoria Beckham hefur annan smekk á brúðarfatnaði en fyrir 20 …
Victoria Beckham hefur annan smekk á brúðarfatnaði en fyrir 20 árum þegar hún og David Beckham gengu í hjónaband. skjáskot/Instagram

Victoria Beckham gifti sig í rjómaterturkjól frá fatahönnuðinum Veru Wang fyrir 20 árum. Nú er fyrrverandi kryddpían sjálf komin með brúðarlínu undir tískumerki sínu, Victoria Beckham, og gætu fötin í línunni ekki verið ólíkari kjólnum sem Beckham gifti sig í. 

Í línu Beckham eru ekki aðeins kjólar heldur dragt líka sem hæfir nútímakonunni í dag. Fötin eiga það sameiginlegt að vera afar einföld. Sú kona sem er að leita hinum eina sanna prinsessukjól með tilheyrandi blúndum fyrir brúðkaupið sitt ætti því líklega ekki að leita til Victoria Beckham eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham.
Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham. ljósmynd/Victoria Beckham

Þó um sé að ræða fyrsta brúðarfatnaðinn sem Victoria Beckham sendir frá sér hefur hún áður komið að hönnun brúðarkjóls. Sérsaumaður brúðarkjóll vinkonu hennar, Evu Longoriu, var til dæmis úr smiðju Victoriu Beckham þegar leikkonan gifti sig fyrir þremur árum. 

Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham.
Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham. ljósmynd/Victoria Beckham
Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham.
Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham. ljósmynd/Victoria Beckham
Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham.
Kjóll úr brúðarlína Victoriu Beckham. ljósmynd/Victoria Beckham
Dragt úr brúðarlína Victoriu Beckham.
Dragt úr brúðarlína Victoriu Beckham. ljósmynd/Victoria Beckham
mbl.is