Stærstu mistökin sem karlar gera varðandi útlitið

Jonathan Van Ness segir að enginn eigi að þvo hárið …
Jonathan Van Ness segir að enginn eigi að þvo hárið á sér á hverjum degi. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan og snyrtipinninn Jonathan Van Ness segir að það séu nokkur mistök sem flestir karlar gera þegar kemur að útlitinu. Jonathan er einn af þáttarstjórnendum Queer Eye á Netflix og því vanur að veita körlum aðstoð hvað varðar útlitið. 

Hugsa ekki um framtíðina

Jonathan segir að konur séu miklu uppteknari af framtíðinni hvað varðar útlitið og að karlar ættu að vera það líka. Sumar konur eyða miklum tíma í að finna hin fullkomnu dagkrem, rakakrem, næturkrem og augnkrem til að fyrirbyggja hrukkur. Það sé hins vegar lítið um það hjá körlunum. Ef þeir á annað borð nota andlitskrem, þá spá þeir lítið í innihaldsefnunum. Hann segir líka að karlar megi nota sólarvörn oftar.

Jonathan Van Ness er hárprúður maður og veit hvað hann …
Jonathan Van Ness er hárprúður maður og veit hvað hann er að tala um. skjáskot/Instagram

Þvo hárið of oft

Jonathan segir að það sé algjör óþarfi að þvo hárið á hverjum degi. „Mér finnst að enginn ætti að þvo hár sitt á hverjum einasta degi því það getur tekið raka úr hársverðinum. En ef þú þarft að þvo hárið á hverjum degi, mundu eftir að nota sjampó án súlfata,“ segir Jonathan.

Flýta sér að raka sig

Hann segir það vera háskaleik að flýta sér að raka sig. „Taktu þér tíma til að læra á skeggið þitt, finndu rakara sem þú getur tengst. Finndu út hvaða lögun hentar þér best og lærðu svo að gera það sjálfur,“ segir Jonathan. 

Jonathan segir að karlar eigi að taka sér tíma til …
Jonathan segir að karlar eigi að taka sér tíma til að raka sig og finna út hvað lítur best út á þeim. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál