Telma Rut: Þetta bjargar hárinu í sólinni

Telma Rut Sigurðardóttir hóptímakennari í World Class hugsar vel um …
Telma Rut Sigurðardóttir hóptímakennari í World Class hugsar vel um hárið og húðina.

Telma Rut Sigurðardóttir, hóptímaþjálfari í World Class, leggur mikið upp úr því að hugsa vel um hárið á sér. Eitt af því sem hún gerir alltaf þegar hún fer til útlanda í mikla sól er að nota sólarvörn í hárið.

„Ég hef alltaf verið í veseni með bæði húð og hár þegar ég fer utan í sólina eða þangað til að ég kynntist SU-línunni frá Davines. Ég fann þvílíkan mun á hárinu þegar ég var dugleg að spreyja hármjólkinni yfir það í hvert skipti sem ég fór út í sólina, engir slitnir endar og enginn þurrkur,“ segir Telma Rut sem er með ljóst sítt hár sem er viðkvæmt.

„Svo er það Tan Maximizerinn sem er dásemdar vara og nauðsynleg í hverja einustu snyrtibuddu! Það hjálpaði bæði til við að ná upp örlítið meiri lit en mesti munurinn er sá að hann helst á alveg töluvert lengur og ég flagnaði lítið sem ekkert (var vön að missa litinn strax og flagna mjög mikið). Svo ég mun klárlega ekki fara í sólina án þess að þessi lína fái að koma með mér,“ segir Telma Rut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál