Kjóll með eigin Instagram

Kjóllinn fæst í Zöru.
Kjóllinn fæst í Zöru. Skjáskot/Instagram

Það þekkist vel að fólk býr til sér Instagram-reikning fyrir hundinn sinn, köttinn sinn eða jafnvel páfagaukinn sinn. Það er þó ekki jafn algengt að sjá kjól sem er með eigin Instagram-reikning. Þessi kjóll úr Zöru er svo vinsæll alls staðar í heiminum að hann er kominn með sér Instagram-reikning, Hot 4 The Spot

Þessar vinkonur mættu í eins kjólum út að borða.
Þessar vinkonur mættu í eins kjólum út að borða. skjáskot/Instagram

Það er óvíst hver er á bak við reikninginn en á honum birtast myndir af konum í kjólnum viða um heim. Fólk getur sent inn myndir af sjálfu sér eða öðrum í kjólnum og þær birtast svo á tímalínunni. Þegar þetta er skrifað eru 137 myndir af kjólnum komnar og fleiri í story á reikningnum.

Það er vel skiljanlegt að kjóllinn er eins vinsæll og hann er, en hann er í fallegu síðu sniði og sumarlegur. Það er magnað að sjá hversu vel kjólinn kemur út á mismunandi konum og hvernig hver og ein kona getur gert hann að sínum.

View this post on Instagram

The dress is always 1 step ahead 👟 @losenior21

A post shared by Hot 4 The Spot (@hot4thespot) on Jun 26, 2019 at 11:25am PDT

mbl.is