Á þetta að vera bikiní?

Umrætt bikiní er einstaklega góður kostur fyrir rassamyndir.
Umrætt bikiní er einstaklega góður kostur fyrir rassamyndir. skjáskot/Instagram

Ástralski sundafataframleiðandinn Karen Hurley hefur vakið nokkra athygli síðustu vikur af því að hann auglýsti nýtt bikiní. Bikiníið hefur verið vinsælt hjá áhrifavöldum á Instagram.

Það sem er sérstakt við þetta bikiní er að það hylur svo gott sem ekkert, að minnsta kosti ekki aftan frá séð. Uppistaðan í sundfötunum er strengir, sem liggja yfir rasskinnarnar og bakið.

Sundbolur frá sama merki hefur einnig vakið athygli og verið kallaður svokallaður „áhrifavalda-sundbolur.“ Sundbolurinn er ansi hefðbundinn ef undanskilið er munstrið yfir magasvæðið en þar er útskorið blóm og gefur þeim sem klæðist honum einstaklega skemmtilegt far eftir dag í sólinni. 

Maður fær líklegast skemmtileg för eftir þennan sundbol.
Maður fær líklegast skemmtileg för eftir þennan sundbol. skjáskot/Instagram
mbl.is