Í eins kjólum - hvor var flottari?

Keke Palmer og Beyoncé í eins kjólum.
Keke Palmer og Beyoncé í eins kjólum. Samsett mynd

Söngkonan Beyoncé birti myndir af sér á Instagram í glitrandi gulum kjól. Stjarnan klæddist kjólnum á galakvöldi í Bandaríkjunum um helgina. Kjólinn hannaði Yousef Aljasmi en Beyoncé var þó ekki fyrst til þess að klæðast hönnuninni. 

Í ágúst klæddist bandaríska leik- og söngkonan Keke Palmer eins kjól þegar hún mætti á MTV-verðlaunin í lok ágúst. Hönnun Aljasmi sem er frá Kúveit fór Palmer afar vel en hann er þekktur fyrir hátískukjól og hafa stjörnur á borð við Céline Dion, Lady Gaga og Kylie Jenner klæðst hönnun hans. 

Hvort Beyoncé hafi fengið hugmyndina frá Palmer er ekki vitað en kjóllinn hefur að minnsta kosti vakið töluvert meiri athygli eftir að Beyoncé birti myndir af sér í honum. En hvor stjarnan var flottari? Súperstjarnan Beyoncé eða leik- og söngkonan Keke Palmer?

Keke Palmer.
Keke Palmer. AFP
View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé 🐝 (@beyoncezone) on Oct 7, 2019 at 2:57am PDTView this post on Instagram

A post shared by Beyoncé 🐝 (@beyoncezone) on Oct 7, 2019 at 2:57am PDTmbl.is