Sara fékk nýtt og heilbrigðara hár

Katrín Sif Jónsdóttir litaði hárið á Söru.
Katrín Sif Jónsdóttir litaði hárið á Söru.

Katrín Sif Jónsdóttir hárgreiðslumeistari á Sprey hárstofu litaði hárið á Söru með nýjum litum frá Kevin Murphy sem heita COLOR.ME. Hún segir að litirnir séu einstakir því þeir séu PPD-lausir. Hún segir að mun færri fái óþol, kláða eða ofnæmi ef hárið er litað með þeim. 

„Litirnir eru með „multi tone affect“ sem þýðir að hárið fær fallega hreyfingu. Innihaldsefnið skiptir miklu máli og velur KEVIN.MURPHY náttúruleg efni í túburnar. Aloa vera, hunang, granatepli og Shea butter,“ segir Katrín Sif. 

Hún segir að Sara hafi verið með nokkur grá hár áður en hárið var litað. 

„Sara kom inn með nokkur grá hár í rótinni og upplitaða þreytta enda sem þurftu heldur betur smá breytingu. Ég notaði hlýja og milda tóna til þess að gefa hárinu meira líf og ljóma. Súkkulaðiliturinn inniheldur rauðan tón, rauðir tónar eða hlýir tónar eru að koma mikið inn núna og nýttum við þetta tækifæri og gerðum hárið á Söru fallega súkkulaðibrúnt. COLOR.ME-litirnir gefa hárinu meiri glans og byggja það upp á meðan liturinn býður. Litirnir næra líka hársvörðinn og gefa honum raka og næringu.“ 

Katrín Sif notaði Staying.Alive yfir allt hárið, Anti.Gravity í rót og Shimmer.Shine yfir enda og blés svo hárið. Hún krullaði svo hárið og notaði Session.Flex spray yfir það svo liðirnir haldist vel og lengi.

„Sara fór virkilega sátt út, gráa rótin farin, hlýja og frískleiki komin í hárið í staðinn,“ segir Katrín Sif.

Svona var hárið þegar hún mætti til Katrínar Sifjar.
Svona var hárið þegar hún mætti til Katrínar Sifjar.
Hárið var aðeins var að grána við rótina.
Hárið var aðeins var að grána við rótina.
Endarnir voru líka farnir að láta á sjá.
Endarnir voru líka farnir að láta á sjá.
Svona leit hárið á Söru út þegar búið var að …
Svona leit hárið á Söru út þegar búið var að lita það.
Hárið er vel nært og fallegt.
Hárið er vel nært og fallegt.
Í lokin krullaði Katrín Sif hárið á Söru.
Í lokin krullaði Katrín Sif hárið á Söru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál