Langar þig að eignast öflugt krullujárn og með því?

Langar þig að vinna krullujárn, þurrsjampó, hefðbundið sjampó eða djúpnæringu?
Langar þig að vinna krullujárn, þurrsjampó, hefðbundið sjampó eða djúpnæringu?

Smartland er svo sannarlega í jólaskapi þessa dagana og ætlar að gleðja allavega einn lesanda á viku fram að jólum. Í síðustu viku datt Kristjana Sunna í lukkupottinn en hún vann sléttujárn og hárvörur frá bpro. 

Í þessari viku ætlar bpro heildsala að gefa veglegan jólapakka sem inniheldur vörur frá HH Simonsen, label.m, davines, Marc Inbane og /skin regimen/.

Í pakkanum er ROD VS4 Gold Edition-krullujárnið frá HH Simonsen sem margir Íslendingar þekkja og kunna að meta ásamt Smooth Brush-svínshárabursta. Járnið hentar vel fyrir þá sem vilja fá hreyfingu í hárið án þess að hafa það of krullað.

Í pakkanum er líka gjafaaskja frá label.m sem er aðalhárvörumerkið á London Fashion Week og hefur getið sér gott orð í tískuheiminum hér á landi. Askjan inniheldur hársprey og þurrsjampó í ferðastærð. Það er fullkomið í ræktartöskuna eða fyrir fólk sem er alltaf á ferðinni. Gjafabox frá davines sem þekkt er fyrir hágæðavörur, sjálfbærni og umhverfisvernd. Boxið inniheldur alla sjö hármaskana úr The Circle Chronicles-línunni frá davines.

Margir vilja fá smá lit og þá kemur brúnkufroðan frá Marc Inbane eins og himnasending. Um er að ræða mjúka og létta brúnkufroðu sem lagar sig að þínum húðlit. Þar er líka örtrefjahanski sem hjálpar til við að ná jafnri brúnku með fallegri áferð. 

Urban Detox Kit frá /skin regimen/ sem inniheldur Cleansing Cream-yfirborðshreinsi og Enzymatic Powder-djúphreinsi. /skin regimen/ býður upp á nýja nálgun við húðumhirðu fyrir nútímafólk sem lifir hröðu og krefjandi lífi, en efnin hjálpa húðinni að halda hámarks ljóma og heilbrigði lengur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál