Heitasta förðunartískan í dag

Fyrirsætan Elsa Hosk förðuð af Patrick Ta.
Fyrirsætan Elsa Hosk förðuð af Patrick Ta. Skjáskot/Instagram

í förðunartískunni hefur verið áberandi að nota einn lit á varir, kinnar og augu. Þessi tíska nefnist einlita förðun eða „mónókróm“ og er þetta einföld og skemmtileg nálgun að nýjum straumum í förðun sem allir geta leikið eftir.

Margþættar förðunarvörur upphafið

Sumir vilja meina að vinsældir margþættra förðunarvara hafi verið upphafið að vinsældum einlitu förðunarinnar. Þarna komu fram formúlur í einum litatóni sem mátti nota á ýmis svæði andlitsins. Vinsælustu litatónarnir til að nota í svona förðun eru eflaust hlýir bleikir tónar en þeir virðast fara mörgum sérlega vel.

Leikkonan Lili Reinhart úr sjónvarpsþáttunum Riverdale er hér förðuð af …
Leikkonan Lili Reinhart úr sjónvarpsþáttunum Riverdale er hér förðuð af Patrick Ta með bleikum tónum á augum, kinnum og vörum. Skjáskot/Instagram
Color Haze Multi-Use Pigment frá lífræna merkinu ILIA má nota …
Color Haze Multi-Use Pigment frá lífræna merkinu ILIA má nota á allt andlitið. Fæst í versluninni Nola.
Patrick Ta notar hér bleika og brúna tóna á fyrirsætuna …
Patrick Ta notar hér bleika og brúna tóna á fyrirsætuna Candice Swanepoel. Skjáskot/Instagram

Förðunartíska sem allir geta leikið eftir

Það besta við einlitu förðunartískuna er að hún er sérlega einföld. Eina sem þú þarft að gera er að finna augnskugga, varalit og/eða kinnalit í svipuðum litatónum og svo byrjarðu að leika þér með vörurnar á andlitinu. Það eru engar reglur um hvaða liti eigi að nota, þó ferskjulitaðir, beislitaðir og vínrauðir tónar hafa verið áberandi. Veldu þann lit sem þér þykir fallegastur.

Fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley förðuð með náttúrulegum litatónum.
Fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley förðuð með náttúrulegum litatónum. Skjáskot/Instagram
Bare Minerals Gen Nude Powder Blush í litnum Beige For …
Bare Minerals Gen Nude Powder Blush í litnum Beige For Days.

Sami litur en mismunandi áferðir

Prófaðu að nota sama lit en með mismunandi áferðum til að skapa aukna vídd í förðunina. Til dæmis glossaðar varir á móti möttum augnskugga og jafnvel ljómandi kinnalit. Ein frægasta snyrtivara heims er líklega kinnaliturinn frá NARS í litnum Orgasm. Þessi hlýi bleiki tónn með gylltum ljómaögnum er sagður fara öllum vel. Vinsældir litarins hafa ekki farið fram hjá NARS og hefur merkið því blessað okkur með þessum fallega lit í mismunandi formi.

Liturinn Orgasm frá NARS er nú fáanlegur í ýmsum áferðum. …
Liturinn Orgasm frá NARS er nú fáanlegur í ýmsum áferðum. Vörurnar fást til dæmis á CultBeauty.co.uk og eru sendar til Íslands.

Þú þarft þó ekki að sækja vatnið yfir lækinn því nýverið kom Guerlain á markað með stiftfarða og ljómastifti. Guerlain Terracotta Skin Highlighting Stick í litnum Universal Blush er mjög líkur Orgasm-litnum frá NARS og getur þú einfaldlega kíkt í Hagkaup og náð þér í þennan fallega lit.

Guerlain Terracotta Skin Highlighting Stick í litnum Universal Blush þykir …
Guerlain Terracotta Skin Highlighting Stick í litnum Universal Blush þykir keimlíkur Orgasm-litnum frá NARS.

Förðunarfræðingurinn sem elskar mónókróm

Patrick Ta er einn vinsælasti förðunarfræðingur heims og þekktur fyrir að skapa einlita förðun á viðskiptavinum sínum. Nýverið setti hann á markað sína fyrstu förðunarlínu sem einfaldlega nefnist Monochrome Moment. Línan byggir á fjórum litatónum í formi kinnalita, varalita og varalitablýanta svo það er leikur einn að nota sama litinn á mismunandi svæði.

Nýjasta förðunarlína Patrick Ta nefnist Monochrome Moment.
Nýjasta förðunarlína Patrick Ta nefnist Monochrome Moment.
Monochrome Moment-förðunarlínan byggir á fjórum litartónum í fjórum formum. Fæst …
Monochrome Moment-förðunarlínan byggir á fjórum litartónum í fjórum formum. Fæst á CultBeauty.co.uk.


Fylgstu með á Instagram:

View this post on Instagram

Korter í jól, ekkert tilbúið og flensa... Þá er þetta staðan!

A post shared by Snyrtipenninn (@snyrtipenninn) on Dec 19, 2019 at 7:42am PST

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »