Katrín í hræódýrum hlaupagalla

Katrín í hlaupagírnum.
Katrín í hlaupagírnum. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge var heldur betur í hlaupagírnum í dag þegar hún heimsótti London Stadium. Katrín var að sjálfsögðu vel til fara í grænum jogginggalla og hvítum hlaupaskóm. 

Buxurnar sem Katrín klæddist eru úr Zöru og kosta aðeins 5,99 pund eða tæpar þúsund krónur. Við buxurnar var hún í langermabol í stíl. 

Katrín valdi hvíta skó með grænum röndum frá Marks & Spencer sem kosta tæpar fimm þúsund krónur. 

Hún virtist skemma sér á viðburðinum í dag og sást spjalla og hlæja með fjölda íþróttamanna á svæðinu.

Buxurnar eru úr Zöru og kosta aðeins tæpar þúsund krónur.
Buxurnar eru úr Zöru og kosta aðeins tæpar þúsund krónur. AFP
Skórnir eru frá Marks & Spencer og kosta 4.800 krónur.
Skórnir eru frá Marks & Spencer og kosta 4.800 krónur. AFP
Katrín keppti við íþróttafólkið.
Katrín keppti við íþróttafólkið. AFP
Katrín og Jessica Ennis-Hill.
Katrín og Jessica Ennis-Hill. AFP
mbl.is