Harrods skellir í lás í dag

Harrods er að margra mati flaggskip breskrar verslunar og viðskipta.
Harrods er að margra mati flaggskip breskrar verslunar og viðskipta. mbl.is/AFP

Verslunin Harrods í Bretlandi sendi tilkynningu til viðskiptavina í dag, þar sem tilkynnt er um lokun verslunarinnar, frá sjö í kvöld á staðartíma. Þetta er gert vegna kórónuveirunnar.  

Í tilkynningu Harrods, sem Michael Ward, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, skrifar undir, segir orðrétt að þeir hafi ávallt haft velferð samfélagsins í fyrirrúmi. Að viðskiptavinir og viðskiptafélagar séu í öndvegi og því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka. 

Bent er á að Harrods hafi upphaflega byrjað sem matvöruverslun og því hafi sú stefna verið tekin að halda áfram á þeirri braut. Hægt verði að nálgast matvörur og lyf áfram, eða þar til fyrirtækið neyðist til að loka því líka. 

Í tilkynningunni kemur fram að vonast sé eftir því að viðskiptavinir haldi áfram að heimsækja heimasíðu Harrods. Eins ætla þeir að vera áfram sýnilegir á samfélagsmiðlum.

Þetta þykir stór frétt í viðskiptalífi Breta. Enda á fyrirtækið sér 170 ára sögu og lifði af í gegnum seinni heimsstyrjöldina svo dæmi séu tekin. 

Táknmynd Harrods er einmitt sú hugmynd að þeir lifa alltaf af. Í lok tilkynningarinnar segir að fyrirtækið voni að viðskiptavinir, viðskiptafélagar og aðrir hafi það sem best og Harrods vonist til að sjá sem flesta fljótt aftur. 

Á síðu Harrods má lesa tilkynninguna í fullri lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál