Íslenskt rakakrem vinnur til verðlauna á Bretlandi

ChitoCare dagkremið vann til verðlauna.
ChitoCare dagkremið vann til verðlauna.

Íslenska líftæknifyrirtækið Primex vann til verðlauna á dögunum þegar húðvörur fyrirtækisins sem bera nafnið ChitoCare hlutu verðlaun í nokkrum flokkum á verðlaunum Global Makeup Awards UK.

„ChitoCare beauty stendur uppi sem sigurvegari í einum flokki og fær brons í öðrum á Global Makeup Awards UK sem afhent voru á dögunum. Í flokknum besta rakakremið hlaut Face Cream gullverðlaun! Helsta viðmið dómara er virkni vörunnar og þar skaraði Face Cream fram úr og Serum Mask fékk bronsverðlaun. Við erum ótrúlega stolt af því að sjá þetta nýja íslenska merki sanna sig sem ein af áhugaverðustu nýjungum í snyrtivöruheiminum í dag,“ segir Sigríður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Primex, en vörurnar hafa verið lengi í þróun og eru búnar til úr lífvirka efninu kítósan sem unnið er úr rækjuskel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál