Jón dansari sýnir sundfatatísku kvenna

Jón Eyþór Gottskálksson eða Jón dansari eins og hann er …
Jón Eyþór Gottskálksson eða Jón dansari eins og hann er kallaður birti speglasjálfur af sér á Instagram. Myndirnar eiga að sýna sundfatatísku kvenna. Samsett mynd

Sundfatatíska kvenna hefur breyst töluvert á undanförnum árum og hefur það ekki farið fram hjá samkvæmisdansaranum Jóni Eyþóri Gottskálkssyni eða Jóni dansara eins og hann er stundum kallaður. Jón gerði létt grín að því hversu efnislítilar sundbuxur kvenna eru og birti í sögu á Instagram á dögunum. 

Jón birti speglamyndir af baklhlið sinni inni á salerni inni í líkamsræktarstöð. Á fyrstu myndinni er hann í síðum stuttbuxum og skrifaði að svoleiðis hefði tískan verið fyrir tíu árum. 

Stelpur í sundi fyrir tíu árum að mati Jóns.
Stelpur í sundi fyrir tíu árum að mati Jóns. Skjáskot/Instagram

Á næstu mynd er hann kominn í hefðbundnar sundbuxur. Sniðið er hefðbundið fyrir bæði konur og karla. Vill Jón þó meina að þetta snið hafi verið sérstaklega vinsælt hjá konum fyrir fimm árum síðan. 

Stelpur í sundi fyrir fimm árum samkvæmt Jóni.
Stelpur í sundi fyrir fimm árum samkvæmt Jóni. Skjáskot/Instagram

Á þriðju myndinni reynir Jón að líkja eftir sundbuxnatísku kvenna í dag. 

Stelpur í sundi í dag að mati Jóns.
Stelpur í sundi í dag að mati Jóns. Skjáskot/Instagram

Á síðustu myndinni reyndi Jón að spá fyrir um hvernig sundfatnaður kvenna yrði eftir fimm ár. Hann birti því mynd af sér nöktum en miðað við þróunina á sundbuxum kvenna síðustu ár er það ekki svo galin hugmynd. 

mbl.is