Mæðgurnar alveg eins í gallaefni

Gwyneth Paltrow og dóttir hennar Apple Martin eru líkar.
Gwyneth Paltrow og dóttir hennar Apple Martin eru líkar. Ljósmynd/Goop

Gwyneth Paltrow, Óskarsverðlaunaleikkona og athafnakona, sat fyrir í nýrri línu fatamerkis fyrirtækis síns Goop. Paltrow er í einangrun með fjölskyldu sinni en lætur það ekki koma í veg fyrir fyrirtækjarekstur og fyrirsætustörf. Hún fékk dóttur sína til að vera með á myndunum og eiginmaður hennar tók myndirnar. 

Hin 16 ára gamla Apple Martin hefur vakið heimsathygli að undanförnu fyrir að að líkjast móður sinni. Þrátt fyrir að ekki sést í andlit Apple eru mæðgurnar nokkuð líkar á myndinni. Báðar eru þær með ljóst hár og í gallafötum. Á myndunum er Paltrow í gallabuxum en dóttir hennar í síðu gallapilsi. Á vef Goop segir Paltrow að gallabuxurnar séu í anda tíunda áratugarins en pilsið er beint frá áttunda áratugnum. 

Klassískt gallaefni hefur verið í tísku að undanförnu og eiga flíkur úr slíku efni aldrei betur við en á sumrin. Margir leyfa sér að klæðast flík úr gallaefni við aðra flík úr gallaefni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur til að mynda verið óhræddur við slíka samsetningu. 

mbl.is