Sjáðu Siggu Dögg fara í brasilískt vax

Sigga Dögg fór í brasilískt vax í beinni útsendingu á …
Sigga Dögg fór í brasilískt vax í beinni útsendingu á Instagram. skjáskot/Instagram

Kynfræðingurinn Sigga Dögg skellti sér í brasilískt vax í morgun og sýndi frá því í beinni útsendingu á Instagram. Sigga sýndi frá andliti sínu og viðbrögðum við vaxinu.

Sigga fór í vax til Ernu snyrtifræðings og nýtti tækifærið til þess að fræða fylgjendur sína um brasilískt vax. Í spjalli sínu við Ernu leggur Sigga áherslu á að brasilískt vax sé val en ekki skylda. Þær ræða meðal annars um að sumar konur komi í vax aðeins til að þóknast maka sínum. Erna tók dæmi um unga stúlku sem kom í vax til hennar en virtist ekki alveg vera viss um hvort hún vildi það. Erna spjallaði við hana og þær komust að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki að fara í vax.

View this post on Instagram

A post shared by Sigga Dögg (@sigga_dogg_sexologist) on Sep 15, 2020 at 4:03am PDT

mbl.is