Maginn lafir yfir lífbeinið - hvað er til ráða?

Ljósmynd/Unsplash

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu varðandi svuntuaðgerð og hvort hægs sé að laga bil á milli magavöðva í slíkri aðgerð, 

Sæl Þórdís. 

Ég er að velta fyrir mér svuntuaðgerð, er með lafandi maga yfir lífbeinið eftir keisara og þyngdaraukningu. Málið er að ég virðist vera með mikið og stórt bil á milli magavöðvanna, 5-6 cm gap. Er það lagað í svuntuaðgerð?

Kveðja, Þ

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þegar svuntuaðgerð er framkvæmd er þetta bil sem þú lýsir yfirleitt lagfært. Þetta er ekki eiginlegt kviðslit heldur gliðnun á bandvef umhverfis og milli „rectus“ vöðvanna (“6 pack vöðvana”). Þeir eru saumaðir saman með þráð sem ekki eyðist upp þannig að viðgerðin ætti að haldast. Þegar keisaraör er til staðar og lafandi húð þar fyrir ofan er skorið fyrir neðan örið og strekkt á húðinni. Þú virðist vera góður kandídat í svuntuaðgerð en vissulega þarft þú að fara í skoðun og mat hjá lýtalækni.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál