Fær ekki að skarta kórónu í ár

Katrín hertogynja bar síðast kórónu í desember á síðasta ári. …
Katrín hertogynja bar síðast kórónu í desember á síðasta ári. Hún heldur mikið upp á Lovers Knot kórónuna sem einnig var í uppáhaldi hjá Díönu prinsessu. Skjáskot/Instagram

Litlar líkur eru á að Katrín hertogynja fái að skarta kórónu í ár en síðast bar hún kórónu í desember á síðasta ári. Þá bar hún Lovers Knot kórónuna við svartan flauelskjól úr smiðju Alexander McQueen. 

Hinir konungbornu bera aðeins kórónur við tækifæri á borð við stórveislur eða opinbera kvöldverði í tengslum við heimsóknir ríkisins og lítið hefur verið um slíkar samkomur undanfarið.

Katrín hertogynja hefur aðeins tíu sinnum borið kórónu á þeim níu árum sem hún hefur sinnt konunglegum störfum. 

Í nýútgefinni fréttatilkynningu frá höllinni kemur fram að ekki verða haldnir stórir viðburðir á vegum konungsfjölskyldunnar það sem eftir er af árinu. Aðrir minni viðburðir verða haldnir í samræmi við ríkjandi reglur hverju sinni um viðbrögð vegna kórónuveirunnar.

Katrín var glæsileg í svörtum síðum flauelskjól úr smiðju Alexander …
Katrín var glæsileg í svörtum síðum flauelskjól úr smiðju Alexander McQueen í opinberu boði í Buckingham höll á síðasta ári. Síðan þá hefur ekki gefist tækifæri til að bera kórónu. Skjáskot/Instagram
Katrín hertogynja ásamt admírál Ludger Brummelaar í boði til heiðurs …
Katrín hertogynja ásamt admírál Ludger Brummelaar í boði til heiðurs Hollandskonungs árið 2018. Þarna er hún enn og aftur með Lovers Knot kórónuna. AFP
Katrín bar Cartier Halo kórónuna þegar hún giftist prinsinum.
Katrín bar Cartier Halo kórónuna þegar hún giftist prinsinum. POOL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál