Kinnbeinin ógnarstór en ekki hætt

Anastasia Pokreshchuk hefur ekki á tölu á öllum þeim fegrunaraðgerðum …
Anastasia Pokreshchuk hefur ekki á tölu á öllum þeim fegrunaraðgerðum sem hún hefur farið í. Skjáskot/Instagram

Hin þrítuga Anastasia Pokreshchuk frá Kænugarði í Úkraínu er talin vera með stærstu kinnbein í heimi. Instagramfyrirsætan hefur látið setja svo mikið fylliefni í andlit sitt að hún er óþekkjanleg. 

Pokreshchuk fór fyrst í fegrunaraðgerð fyrir fjórum árum og hefur nú eytt tvö þúsund pundum í aðgerðir. Þrátt fyrir viðvörunarraddir segist hún hvergi nærri hætt að því er fram kemur á vef Mirror. Hún er nú byrjuð að setja fylliefni í sig sjálf og lækkar það líklega kostnaðinn.

Hún hefur farið í svo margar aðgerðir að hún er hætt að telja. Hún hefur átt við varirnar, munnvikin, kinnarnar. Hún hefur fengið sér bótox í ennið og kjálkalínan hefur verið mótuð upp á nýtt.

Instagramstjarnan segist algjörlega hafa fallið fyrir því hvernig fylliefnin láta hana líta út. „Þú heldur kannski að þau séu of stór en mér finnst þau aðeins of lítil. Ég þarf að laga þau fljótlega aftur,“ sagði Pokreshchuk um kinnbeinin. Hún segist vera hamingjusöm og kýs að líta út eins og hún gerir.

  

mbl.is