Þetta gerir Andrea til að hressa fólk við

Andrea Maack og Anna Clausen.
Andrea Maack og Anna Clausen. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Andrea Maack eigandi ilmvatnsmerkisins Andrea Maack lætur sitt ekki eftir liggja í samkomubanni og býður nú fólki að fá ilmvatnsprufur sendar heim að dyrum. 

„Við hjá Andreu Maack viljum hvetja alla til að prófa ilmanna heima hjá sér á meðan ástandið er eins og það er í þjóðfélaginu í dag, snertilaust. Því vorum við að koma með 2 ml prufur af öllum ilmunum sem við sendum út um allt land. Þær verða á nýja íslenska vefnum okkar andreamaack.is, eins á sölustöðum okkar í Madison ilmhúsi og Kiosk,“ segir Andrea. 

Þegar hún er spurð að því hvernig best sé að prófa ilmina segir hún að fólk þurfi að gefa sér tíma. 

„Besta aðferðin við að prófa ilm er á húðinni. Með því að leyfa topp nótunum (sem eru fyrsta hálftímann á húðinni) að gufa upp og miðjunni að taka við. Eftir sirka klukkutíma finnið þið ilminn sem mun síðan vera á húðinni í 12-18 klukkutíma. Það er líka skemmtilegt að prófa tvo ilmi í einu á sitthvorum úlnlið og fá viðbrögð frá heimilisfólkinu. Ilmirnir eru fyrir öll kyn og maður veit aldrei fyrr en maður er búinn að prófa hvað hentar best.“ 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman