Miniso opnar í Kringlunni

Vörur Miniso njóta vinsælda.
Vörur Miniso njóta vinsælda.

MINISO, lífsstíls-smávöruverslun, mun opna í Kringlunni síðar í vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Um er að ræða verslun innblásna af japanskri menningu þar sem boðið er upp á heimilis-, snyrti- og matvörur á viðráðanlegu verði. 

Ekki hefur verið gefin út nákvæm dagsetning um hvenær verslunin verður opnuð, en ráðgera má að það verði á næstu vikum. Verslunin hefur notið mikilla vinsælda víða um heim, þá einna helst í Asíu. 

Verslunin í Kringlunni er ein sú fyrsta sem opnar í Evrópu eftir skráningu Miniso í kauphöllina í New York. Alls eru verslanirnar nú 4.200 talsins í um 80 löndum, en að því er segir í tilkynningu er stefnt á frekari framþróun. 

Hægt er að fylgjast með fyrirtækinu og ferlinu við opnun verslunarinnar á instagram, minisoiceland. 

mbl.is