Best klædda konan 2020 þá og nú

Tracee Ellis Ross þykir best klædda konan árið 2020.
Tracee Ellis Ross þykir best klædda konan árið 2020. Samsett mynd

Leikkonan Trace Ellis Ross var valin best klædda konan árið 2020 á People's Choice-verðlaunahátíðinni um helgina. Í tilefni verðlaunanna birti hún bæði gamlar og nýjar myndir af klæðnaði sínum á Instagram. Ross segir stíl ekkert hafa með peninga að gera. 

Lítið hefur verið um viðburði á rauða dreglinum árið 2020 en Ross á svo sannarlega verðlaunin skilið. Síðustu ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir að klæðast litríkum fötum og velur gjarnan óvenjuleg snið. Leiðinlegt eða hefðbundið eru orð sem eiga engan veginn við fatastíl leikkonunnar. 

Tracee Ellis Ross birti myndir úr safni sínu á Instagram.
Tracee Ellis Ross birti myndir úr safni sínu á Instagram. Samsett mynd
Eins og sést á myndum sem Tracee Ellis Ross birti …
Eins og sést á myndum sem Tracee Ellis Ross birti á Instagram er hún óhrædd við að vekja athygli. Samsett mynd

Peningar kaupa ekki stíl

Ross hóf starfsferilinn í tískudeildum fjölmiðla, fengu tímaritin þakkir á verðlaunahátíðinni sem og stílistarnir sem hún hefur unnið með. Móðir hennar, söngkonan Diana Ross, fékk ekki síður þakkir. Leikkonan sagði meðal annars að fataherbergi móður hennar hefði verið besti leikvöllur í heimi og var hún dugleg að stela fötum þaðan. 

Búðir sem seldu notuð föt komu sér vel þegar Ross fór að borga fyrir eigin föt. 

„Notuð föt hjálpuðu mér að skilja að stíll hefur ekkert með peninga að gera. Það er hvernig þú setur saman föt. Stíll er hvernig, ekki hvað,“ sagði Ross í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan. Black-ish leikkonan tók á móti verðlaununum í fötum frá Alexander McQueen.

Tracee Ellis Ross á rauða dreglinum

Tracee Ellis Ross á Emmy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í september …
Tracee Ellis Ross á Emmy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í september 2018. AFP
Tracee Ellis Ross á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar 2019.
Tracee Ellis Ross á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar 2019. AFP
Tracee Ellis Ross á Met Gala árið 2017.
Tracee Ellis Ross á Met Gala árið 2017. AFP
Leikkonan Tracee Ellis Ross á Golden Globe árið 2018.
Leikkonan Tracee Ellis Ross á Golden Globe árið 2018. AFP
Mæðgurnar DIana Ross og Tracee Ellis Ross.
Mæðgurnar DIana Ross og Tracee Ellis Ross. AFP
mbl.is