Hvað er hægt að gera við allt of nagaðar neglur?

Ljósmynd/Colourbox

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem hefur nagað neglurnar aðeins of mikið í gegnum tíðina. Hvað er til ráða?

Blessuð Þórdís. 

Þegar fólk hefur nagað neglur í fjölda ára og neglurnar farnar að vaxa fram eins og  „skóflur“ er hægt að skera í og leiðrétta til að fá eðlilegan vöxt aftur?

Kveðja, JJ

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þegar fólk nagar neglur lengi og mikið kallast það „onychophagia“. Algengasta meðferðin er að nota glært súrt naglalakk reglulega og leyfa þannig nöglunum að vaxa fram. Það getur tekið allt að sex mánuði. Það er óbragð af lakkinu og gerir nag næstum ógerlegt. Þegar neglurnar vaxa fram eins og „skóflur“, eins og þú lýsir, er engin aðgerð möguleg til lagfæringar. Álímdar gervineglur eru líklega bestar til þess að lagfæra útlitið. Það er líka hugsanlegt að þín nögl muni smám saman lagast með árunum ef hún fær að vera alveg í friði.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.  

mbl.is