Þetta myndi Samantha Jones gera á Valentínusardaginn

Samantha Jones í Beðmál í borginni þykir ein kynþokkafyllsta kona …
Samantha Jones í Beðmál í borginni þykir ein kynþokkafyllsta kona veraldar. mbl.is/skjáskot Instagram

Kórónuveiran hefur gert það að verkum að við höfum mörg hver þurft að láta kynþokkann og lífsgleðina víkja fyrir sprittbrúsum og andlitsgrímum. Þegar tískustíllinn og kynþokkinn hefur verið misstur niður með svona mikilli hörku er bara eitt að gera. Að fara ofan í saumana á hvað kynþokkafyllsta kona veraldar myndi gera í stöðunni á Valentínusardeginum. 

Samantha Jones sem Kim Cattrall lék svo eftirminnilega í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni hefur til þessa verið táknmynd konunnar sem veit hvað hún vill og kann að elska sig í öllum aðstæðum. Hún er sú sem man hvers virði hún er þrátt fyrir að hafa lent á bakinu, kannski í baðkari með manni sem hún á aldrei aftur eftir að hitta. 

Mennskan er það sem sameinar okkur og við getum ekki látið kórónuveiruna sigra gleðina okkar. 

Hér eru atriði sem Jones myndi gera á þessum fallega degi:

Finna sér fylgihluti

Samantha Jones kunni að vekja athygli með fylgihlutum. Ef Jones væri að berjast í bökkum í dag eins og við hin er alveg á hreinu að hún myndi skarta áberandi skartgripum í sama lit og þokkafullu andlitsgrímurnar eru sem við þurfum að bera daglega. 

View this post on Instagram

A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall)

Finna sér viðhorf

Samantha Jones var betri en margir aðrir að temja sér nýtt viðhorf í framandi aðstæðum. Hún var í raun og veru meistari í að gera gott úr hlutunum þótt það reyndi á hana. Hver man ekki eftir henni að reyna fyrir sér sem eiginkona og kærasta, ekki bara framakona. Þegar hún beið eftir elskunni sinni á Valentínusardaginn með sushi á öllum líkamanum. Þótt alltaf sé betra að einhver komi heim á réttum tíma að borða matinn þá getur aðalskemmtunin verið að búa til ljúffengan mat í rólegheitunum. 

Samantha Jones & il sushi - Sex and the city
make celebrity GIFs like this at MakeaGif

Finna sér félaga 

Samantha Jones kunni betur en margar aðrar konur að daðra. Þetta gerði hún með augunum, með líkamanum og með viðhorfinu. Margir sérfræðingar segja að orðatiltækið þar til ástin deyr sé betra að tileinka sér en orðatiltækið þar til dauðinn aðskilur okkur. Það skildi Jones betur en margar aðrar konur. Enda ekki upptekin af því að telja með hversu mörgum mönnum hún hafði æft sig. Ástin varir ekki að eilífu. Valentínusardagurinn er einu sinni á ári. Af hverju ekki að finna sér góðan félaga að njóta dagsins með? 

Samantha Jones úr Sex and the City er kona sem …
Samantha Jones úr Sex and the City er kona sem fæstir standast snúning í rúminu. mbl.is/skjáskot Instagram
mbl.is