„Áföll og streita sjást á andlitinu“

Eva Dögg Rúnarsdóttir.
Eva Dögg Rúnarsdóttir.

Eva Dögg Rúnarsdóttir, fatahönnuður og jógakennari, segir hugleiðslu bestu snyrtivöruna í bland við krem sem dugar á næstum allt. 

Eva Dögg heldur úti vellíðunarvefnum Rvk Ritual með samstarfskonu sinni Dagnýju Berglindi Gísladóttur. Þar kenna þær konum að hugleiða og næra sig í gegnum fréttir á síðunni og áhugaverð námskeið.

„Uppáhaldssnyrtivaran mín og sú sem ég mæli hvað mest með er hugleiðsla. Það er ekkert sem virkar jafn fegrandi og frískandi og góð hugleiðsla, öndun og jóga. Áföll og streita sjást á andlitinu og líkamanum og geta komið fram sem öldrunareinkenni. Hugleiðsla er algjört lykilatriði, andlitsnudd með Ritual Gua Sha-kristallinum og smá andlits-yoga. Þá þarftu ekki mikið annað en eitt gott krem sem virkar á allt og þá mæli ég með AMB-kreminu sem ég geri. AMB-kremið heitir „Allra Meina Bót“ og er eitt krem fyrir allt. Ég nota það á hverjum morgni og hverju kvöldi og nokkrum sinnum yfir daginn. Ég set það á varirnar, líkamann, nota það sem „highlighter“ og set það í hárið. Það er alveg lífrænt og ég get ekki lifað án þess.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »