Í fokdýrri og kerlingarlegri kápu

Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins.
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins. AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans, klæddu sig upp í vikunni áður en þau heimsóttu bólusetningarmiðstöð í Westminister Abbey. Hjónin giftu sig í kirkjunni og var Katrín klædd í hvíta kápu við tilefnið. 

Kápan sem Katrín klæddist er afar lekker og þykir við hæfi fyrir konu í bresku konungsfjölskyldunni. Einhverjir kunna þó að spyrja sig hvort kápan komi úr safni Elísabetar Bretadrottningu, ömmu eiginmanns hennar, eða úr fataskáp konu sem er aðeins 39 ára?

Hvíta kápan er frá merkinu Catherine Walker en merkið er í miklu uppáhaldi hjá hertogaynjunni. Katrín hefur ekki áður sést í kápunni sem er þó ekki aðgengileg í netverslun merkisins. Er kápan talin kosta um þrjú þúsund pund að því fram kemur á Daily Mail. Upphæðin samsvarar rúmlega 520 þúsund íslenskum krónum á gengi dagsins í dag. Við kápuna klæddist Katrín brúnum hælaskóm frá Jimmy Choo og var með veski frá Metier London. 

Katrín var afar hátíðleg í kápunni.
Katrín var afar hátíðleg í kápunni. AFP
Kápan er full af smáatriðum.
Kápan er full af smáatriðum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál