Parker slær í gegn á kórónuveirutíma

Hér klæðist Sarah Jessica Parker einföldum gráum bol.
Hér klæðist Sarah Jessica Parker einföldum gráum bol.

Ef kórónuveiran hefur kennt okkur eitthvað þá er það að heimabuxurnar eru bestar. Það eina  sem við þurfum að læra er að klæða okkur huggulega upp á í þeim. Leikkonan Sarah Jessica Parker kann það betur en margir aðrir. 

Parker er alltaf með fallegt hár og svo klæðist hún þægilegum fatnaði. Heimabuxurnar eru vinsælar hjá henni núna en það sem hún gerir er að hún er í háum hælum við buxurnar. 

Það er fátt smartara en að vera þægilega til fara. Grár fatnaður og ljósir skór eru alltaf falleg samsetning. 

Skórnir hennar eru vanalega með einhverju smá skrauti á. Sjón er sögu ríkari. mbl.is