Bestu ilmir sumarsins eru hér

Grasse í Frakklandi er vagga ilmvatnsgerðar í heiminum þar sem …
Grasse í Frakklandi er vagga ilmvatnsgerðar í heiminum þar sem mörg af þekktustu ilmvatnsfyrirtækjum veraldar eru staðsett. mbl.is/Colourbox

Það er ótrúlegt hvað góður ilmur getur gert mikið fyrir lífið og tilveruna. Í leitinni að rétta ilminum er eðlilegt að prófa sig aðeins áfram. Ilmur getur verið fullkominn í búðinni en svo þegar heim er komið er miðnótan eða grunnurinn ekki að falla í réttan farveg. Eftirfarandi ilmir eru að slá í gegn um þessar mundir.

Carner, Latin Lover Hair Perfume

Það er dásamlegt að vera með góðan ilm í hárinu. Einn besti hárilmurinn um þessar mundir er latínilmurinn frá Carner. Ilmurinn er ávanabindandi og hentar bæði fyrir konur og karla.

Toppnótan er ítalskur bergamot, ylang lang Moheli og kínversk magnolía.

Miðnótan er fjóla, indversk jasmína og franskt ástríðublóm og fjóla.

Grunnurinn er benzoin frá Laos, indversk patchouli og hvítur musk-ilmur.

Garnier, Latin Lover Hair Parume hentar fyrir bæði konur og …
Garnier, Latin Lover Hair Parume hentar fyrir bæði konur og karla.

Lancôme, Idôle L'Intense

Þessi ilmur frá Lancôme kom á markað árið 2020. Ilmurinn er fyrir nútímakonur sem þora að taka sér pláss en kunna að vera leyndardómsfullar þegar það á við. Hann er ferskur og skemmtilegur og lætur vita af sér. Fyrir frjálsu konuna sem veit sitt virði.

Toppnótan er beisk appelsína og mandarína.

Miðnótan er tyrknesk rós, egypsk jasmína og musk.

Grunnurinn er Patchouli, kasmírull, madagascar vanilla og sandalviður.

Versace, Dylan Turquoise

Nýjasti ilmurinn frá Versace, Dylan Turquoise, einkennist af líflegum blóma og sítrusnótum með vott af viði og musk. Hailey Bieber er andlit Versace og færir okkur innblástur frá ströndum Sikileyjar á Ítalíu, þar sem blár himinn mætir kristalvatni og hafgolan gælir við húðina. Ilmurinn er sumar í glasi.

Toppnótan er sítróna, mandarínur og bleikur pipar.

Miðnótan er guava, freesia, jasmín og cassis.

Grunnurinn er musk, cedarviður og trjáviður.

Dolce & Gabbana, Light Blue Forever

Nýjasta viðbót í Dolce & Gabbana er Light Blue Forever. Ferskur og seiðandi sítrusilmur sem fagnar fjölbreytileikanum og eilífri ást. Innblástur ilmsins má rekja til Capri-eyja á Ítalíu, með frísklegum blóðappelsínu- og sítrónunótum sem undirstrika mjúka musk og hlýjan sedruvið.

Toppnótan er blóðappelsína, sítróna og græn epli.

Miðnótan er appelsínublóm og hvít blóm.

Grunnurinn er cedar-viður, kasmír og hvítur musk-tónn.

Carolina Herrera, Very Good Girl

Kynþokkafullur sumarilmur fyrir konur sem glitra og heilla alla þá sem á vegi þeirra verða. Ilmurinn einkennist af ferskum berjum, rós og vetiver.

Toppnótan er Litchi-tómatur og rifsber.

Miðnótan er rós.

Grunnurinn er vanilla og vetiver-gras sem gefur sætan trékenndan ilm með sítruskeim.

Guerlain, Aqua Allegoria, Flora Salvaggia

Thierry Wasser, einnig þekktur sem „nefið“ fyrir Guerlain, heldur áfram að toppa sig. Hann heimsækir fallegustu garða heims og tekur okkur með sér á lyktarskyninu, Flora Salvaggia er hannaður til að fá aðra til að stoppa og snúa sér við. Ilmurinn er heillandi og ávanabindandi með sínum fersku villtu blómum, hunangsmelónutónum og umvafinn hvítri musk.

Toppnótan er fjóla, villt blóm og melóna.

Miðnótan er jasmín og blóm af appelsínutré.

Grunnurinn er fjóla, hvít musk og iris-planta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál