Uppáhaldssnyrtivörur Kolbrúnar Önnu

Kolbrún Anna Vignisdóttir.
Kolbrún Anna Vignisdóttir.

Kolbrún Anna Vignisdóttir, förðunarmeistari og áhrifavaldur, hugsar vel um húðina. Hún notar sólarvörn og vill hafa léttan farða yfir sumarið.

Clarins UV Anti-Pollution

„Ég er nýbyrjuð að nota þessa æðislegu nýjung frá Clarins og það verður líklega ekki aftur snúið. UV Anti-Pollution er andlitsvörn sem verndar húðina bæði gegn skaðlegum geislum og umhverfismengun. Hún er ótrúlega þunn og stíflar ekki svo maður finnur ekkert fyrir henni á húðinni, hentar því fullkomlega ein og sér eða undir farða að mínu mati.“

Chanel Les Beiges

Water-Fresh tint

„Þessi farði gefur létta og ljómandi áferð, sem ég elska á sumrin. Hann er unninn úr 70% vatni og fylgir lítill bursti með kaupunum, farðinn bráðnar við húðina samstundis og leyfir freknunum að njóta sín og skína í gegn.“

Gosh Matte Eye Liner

„Þessir æðislegu augnblýantar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Litirnir sterkir og fallegir og verða geggjaðir við sumardressið. Mér finnst gaman að blanda þeim saman og setja ljósari lit í innri augnkrók og dekkri í ytri, þannig opnast augnsvæðið betur og eye liner-vængurinn lyftir augunum upp.“

mbl.is