Saffran er rauða gullið fyrir húðina

OR ROUGE-línan dregur meðal annars úr línum.
OR ROUGE-línan dregur meðal annars úr línum. Ljósmynd/YSL

Öflugasta og virkasta húðvörulínan frá YSL, OR ROUGE, á sér heillandi sögu. Saga línunnar nær aftur til ársins 1966 þegar herra Saint Laurent féll fyrir Marokkó. Staðurinn nærði sköpunargáfu hans og urðu skærir litir, hefðir og lúxus Marokkó endalaus uppspretta innblásturs í hönnun Saint Laurent.

OR ROUGE er húðvörulína sem gerir engar málamiðlanir með einstökum eiginleikum sínum til að efla endurnýjunarferli húðarinnar, auka teygjanleika hennar og draga úr línum. Húðin verður silkimjúk og áferðin mýkri og fallegri. Um er að ræða alhliða línu sem vinnur gegn öllum þáttum öldrunar, þar á meðal dökkum blettum, opnum húðholum og slappleika. Húðliturinn verður jafnari og bjartari og ljóminn magnast. Leyndarmálið er fundið í saffran, dýrmætri lausn til að vernda og fylla húðina birtu og lífi.

OR ROUGE-kremið er meðal annars unnið úr saffran.
OR ROUGE-kremið er meðal annars unnið úr saffran. Ljósmynd/YSL

Ævafornt fegrunarleyndarmál marokkóskra kvenna var að sameina „rauða gullið“ með argan-olíu fyrir mjög sérstök tilefni. Fræva saffrans er dýrmætt og óvenjulegt innihaldsefni í húðvöru en flestir þekkja það vel úr matargerð. Saffran er eina kryddið sem fengið er úr blómi og er það auðþekkjanlegt á fjólubláum lit sínum með rauðum saffranþráðum. Þetta einstaka blóm þarf sérstakan jarðveg og sólarljós til að vaxa. Því skærari sem liturinn er því öflugri verður ávinningurinn. Styrkleiki rauða litarins í saffran veltur á gæðum innihaldsefnanna. Til að finna fullnægjandi gæði saffrans var leitað víðs vegar um heiminn að réttum skilyrðum og skilaði leitin tilætluðum árangri við rætur Atlas-fjalla í Marokkó í einstöku umhverfi. Blómið er sjaldgæft og af þeim sökum sérstaklega dýrmætt. Það blómstrar aðeins einu sinni á ári í mjög stuttan tíma sem gerir það enn flóknara að nálgast þetta magnaða innihaldsefni.

Saffran er fjólublá lit með rauðum þráðum.
Saffran er fjólublá lit með rauðum þráðum. Ljósmynd/YSL

Línan hefur að geyma serum, krem fyrir venjulega og þurra húð, augnkrem og andlitshreinsi. Hæsta magn saffrans er að finna í seruminu eða tvöfalt á við það sem er að finna í kreminu. Serumið notast ýmist eitt og sér eða undir krem kvölds og morgna. Ekki skemmir fyrir að hægt er að fá fyllingar í bæði serumið og andlitskremin og þarf því aðeins að kaupa krukkuna einu sinni. Eftir það er hægt að kaupa áfyllingar sem er bæði hagkvæmari og umhverfisvænni kostur.  

Var­an er til sölu á Tax­Free-dög­un­um hjá Hag­kaup­um sem lýk­ur á miðviku­dag­inn. YSL-snyrti­vör­urn­ar eru á tvö­föld­um af­slætti, 20 prósent kynningarafslætti og TaxFree-afslætti svo heildarafslátturinn er um 35 prósent. 

Ljósmynd/YSL



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál