Moore nýtur sín í paradís

Demi Moore.
Demi Moore. Jamie McCarthy

Leikkonan Demi Moore nýtur lífsins á snekkju á Miðjarðarhafi um þessar mundir. Moore hefur meðal annars sést á Santorini, en hún siglir nú um við grískar eyjur. 

Moore lýsir eyjunum sem paradís og birti nokkrar myndir af sér úr fríinu, þar á meðal nokkrar bikinímyndir, sem sýna að hún er í fantaformi. Bikiníið er frá sundfatamerkinu Andie en hún og dætur hennar þrjár, Rumer, Scout og Tallulah Willis, hafa verið áberandi í markaðsefni fyrir merkið. 

Moore hefur fjáfest í Andie og er nú hálfgert andlit merkisins sem einblínir um þessar mundir á styrk kvenna, sjálfsöryggi og tengsl kvenna af ólíkum aldri. 

Demi Moore og dætur hennar Rumer, Scout og Tallulah Willis …
Demi Moore og dætur hennar Rumer, Scout og Tallulah Willis í auglýsingu fyrir Andie. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by Demi Moore (@demimoore)

mbl.is