Leggðu áherslu á augnsvæðið

Mörgum finnst eftirsóknarvert að vera með með nært augnsvæði.
Mörgum finnst eftirsóknarvert að vera með með nært augnsvæði. Ljósmynd/Unsplash

Það skiptir flesta máli að augnsvæðið sé vel nært. Hægt er að fara ýmsar leiðir til þess að ná augnsvæðinu góðu. Fyrir utan góðan nætursvefn og heilsusamlegt mataræði getur skipt máli að nota góðar húðvörur á þetta viðkvæma svæði.

Á dögunum leit ný lína frá Sensai dagsins ljós en hún gengur út á að næra augnsvæðið sem best. Línan nefnist Cool & Warm Eye Care og hefur það meginmarkmið að draga úr þrota, minnka hrukkur og bólgur og gera þreytulega húð frísklegri. 

Samspil nokkurra áhrifaþátta gerir augnsvæðið viðkvæmara en önnur svæði því húðin er þynnri. 

Sensai Melty Rich Eye Cream kemur í fallegri dós. Sensai …
Sensai Melty Rich Eye Cream kemur í fallegri dós. Sensai Refreshing Eye Essence kemur í túpu og er með ryð- og nikkelfrírri andlitsrúllu.

Í línunni er að finna Sensai Refreshing Eye Essence sem er silkimúkt gel sem borið er á húðina með ryð- og nikkelfrírri andlitsrúllu. Henni er rennt mjúklega yfir augnsvæðið og ennið og hefur kælandi áhrif á húðina. Gelið inniheldur Total Eye Complex-blöndu sem hressir húðina við og gefur henni raka. Mælt er með því að rúlla andlitið á kvöldin fyrir svefninn. 

Í línunni er líka Sensai Melty Rich Eye Cream sem er perlukennt og er því nuddað vel inn í húðina. Það hitar upp svæðið í kringum augun. Kremið inniheldur bæði Total Eye Complex og Hydro Optimister Complex sem dregur úr þrota, dökkum baugum og hrukkum. Best er að bera þetta augnkrem á bæði kvölds og morgna. 

Punkturinn yfir i-ið í þessari línu er Lash Conditioner Concept-augnháranæring sem er sérhönnuð til þess að næra augnhárin og styrkja viðkvæm, þunn og þurr augnhár. Gera þau lengri og lögulegri. 

Þessi augnháranæring býr til verndarhjúp yfir ytra lag augnháranna ásamt því að næra innra lagið. Augnháranæringin verndar augnhárin gegn skaðlegum umhverfiáhrifum. Best er að bera næringuna á fyrir svefninn. 

Þú ættir því að fara um það bil korteri fyrr í háttinn svo þú náir að næra augnsvæðið vel fyrir nóttina því þá muntu vakna miklu hressari og kátari. 

Sensai Lash Conditioner augnháranæring.
Sensai Lash Conditioner augnháranæring.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál