Richie tekur ekki tískuráðum frá dóttur sinni

Sofia Richie fær ekki að hafa neitt að segja um …
Sofia Richie fær ekki að hafa neitt að segja um fataval pabba síns Lionel Richie. Samsett mynd

Fyrirsætan Sofie Richie segir alveg ómögulegt fyrir sig að reyna að hafa áhrif á fataval föður síns, söngvarans Lionels Richies. Hann klæði sig eins og hann vilji og telji sig mjög töff. 

Dætur Richies, Nicole og Sofia, hafa báðar reynt fyrir sér í tískuheiminum og vegnað nokkuð vel. Nicole rekur tískuhúsið House of Harlow og hefur litla systir fengið að hanna línur í samstarfi við húsið. Pabbi gamli þarf þó engin ráð frá dætrum sínum. 

„Ég reyni stundum að segja honum hvað hann á að fara í, en hann er bara með sinn stíl. Hann heldur að hann sé að slá í gegn í tískuheiminum,“ sagði Sofia í viðtali við UsWeekly

Sofia Richie hannar nú gallabuxur í samstarfi við Rolla Jeans og gaf nýverið út nýjar línur. Hún hannaði línuna með Kaliforníu í huga og vildi hafa þær mínimalískar. 

Gallabuxurnar eru margar hverjar með beinu sniði og í fjölbreyttum litum eins og er í tísku í dag. Það er þó eitt tískutrend sem fyrirsætan vildi ekki hafa á sínum buxum, það er lágt mitti, og því ná allar buxurnar vel upp í mittið.

Sofia Richie hannar buxur sem ná hátt upp í mittið.
Sofia Richie hannar buxur sem ná hátt upp í mittið. skjáskot/Instagram
mbl.is