Á enn öll fötin úr Beðmálum í borginni

Sarah Jessica Parker geymdi allt úr þáttunum.
Sarah Jessica Parker geymdi allt úr þáttunum.

Leikkonan Sarah Jessica Parker á enn öll fötin sem hún klæddist í þáttunum Sex and the City eða Beðmálum í borginni eins og þættirnir heita á íslensku. Mörg klæðanna sem Parker klæddist eru án efa ódauðleg enda flottasta tískan á þeim tíma.

„Ég á allt upprunalega dótið í geymslu. Húsgögn, föt, allt, ég pakkaði öllu niður eftir þáttaseríu og þáttum og atriðum. Ég geymdi bókstaflega allt,“ sagði Parker í viðtali við Vogue, en hún prýðir nú forsíðu tímaritsins. 

Parker fór með hlutverk Carrie Bradshaw en nýir Sex and the City-þættir eru væntanlegir í desember og bera titilinn And Just Like That ...

Á meðal þess sem Parker geymdi eru til dæmis frægu Manolo Blahnik-skórir og Dolce & Gabbana-nærbuxur. Parker sýndi Vogue í geymsluna. 

Parker geymdi meðal annars tjullpilsið fræga.
Parker geymdi meðal annars tjullpilsið fræga.
mbl.is