Líkist Meghan í brúðarkjól sem kostaði klink

Rachel Connealy gifti sig í kjól sem kostaði undir 500 …
Rachel Connealy gifti sig í kjól sem kostaði undir 500 krónum. Skjáskot/TikTok

Bandarísk brúður að nafni Rachel Connealy var ansi heppin á dögunum þegar hún gerði sér óvænta ferð í nytjaverslun og kom auga á brúðarkjól drauma sinna. Connealy var fljót að grípa kjólinn og greiddi aðeins 3 bandaríkjadollara fyrir hann, sem gera ekki nema 390 íslenskar krónur. Fréttamiðillinn Daily Star greinir frá.

Brúðurin deildi myndskeiði á TikTok af undirbúningi brúðkaupsins sem og brúðkaupinu sjálfu þar sem hún sagði söguna á bakvið kjólinn. Það er afar sjaldgæft að veglegir brúðarkjólar fáist fyrir klink en það var þó ekki það eina sem vakti athygli TikTok-notenda. 

Rachael Connealy er sögð líkjast Meghan Markle.
Rachael Connealy er sögð líkjast Meghan Markle. BEN STANSALL

„Ó, ég er öfundsjúk. Þetta lítur ekkert smá töfrandi út. Þú minnir mig á hina glæsilegu Meghan Markle,“ benti einn notandinn á og fékk fjöldamargar undirtektir við þeirri skoðun.

Brúðarkjóll Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, kostaði fúlgur fjár eða um 14 milljónir íslenskra króna. Frú Connealy má því svo sannarlega gleðjast yfir góðum kaupum og að hafa gefið af sér til góðgerðarmála í leiðinni.

@rachelconnealy

Reply to @lacuele I thrifted this silk dress right after we got engaged and still wore it for the ceremony ❤️ ##weddingdress

♬ original sound - Liah_19
mbl.is