Jólagjafir sjálfsöruggu konunnar sem vill glansa

Má ekki leyfa sér smá í desember?
Má ekki leyfa sér smá í desember? Samsett mynd

Það er freistandi að kaupa sér eitthvað fallegt í miðjum jólagjafainnkaupum. Sérstaklega í svartasta skammdeginu. Þá öskra rauð lakkstígvél á okkur og heimta að fá að koma með okkur heim. Það gera líka pallíettubuxur og eyrnalokkar sem stirnir á.

Eitt er víst að manneskja í rauðum glansstígvélum er töluvert líklegri til að lenda í ævintýrum en sú sem fer út í sjoppu á inniskóm. Að kaupa sér einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa getur verið hin mesta skemmtun og svo örva kaup á glitrandi varningi skilningarvitin og gleðja hjartað.

Öll tálkvendi þurfa plastkjól. Þessi er úr H&M. Hann kostar …
Öll tálkvendi þurfa plastkjól. Þessi er úr H&M. Hann kostar 7.990 kr.
Lumiére Graphique- augn skugga pallettan frá Chanel kemur í takmörkuðu …
Lumiére Graphique- augn skugga pallettan frá Chanel kemur í takmörkuðu upplagi og fæst í Hagkaup.
Fallegur hringur frá Sif Jakobs sem fæst í Meba og …
Fallegur hringur frá Sif Jakobs sem fæst í Meba og kostar 27.900 kr.
Ef þú vilt sigra heiminn þá þarftu að ilma. Hin …
Ef þú vilt sigra heiminn þá þarftu að ilma. Hin íslenska Andrea Maack er hér með töfrandi og heillandi ilm sem konur elska að elska. Hann fæst í Madison Ilmhúsi og kostar 18.990 kr.
Ekki vera ósýnileg. Þessi kjóll fæst í Lindex og kostar …
Ekki vera ósýnileg. Þessi kjóll fæst í Lindex og kostar 12.999 kr
Glitrandi spöng úr Lindex. Hún kostar 4.990 kr.
Glitrandi spöng úr Lindex. Hún kostar 4.990 kr.
Silfurtaska frá Diesel. Hún fæst í Gallerí 17 og kostar …
Silfurtaska frá Diesel. Hún fæst í Gallerí 17 og kostar 75.995 kr.
Eldrautt naglalakk er fyrir þær sem þora. Liturinn 151 í …
Eldrautt naglalakk er fyrir þær sem þora. Liturinn 151 í Le Vernis-línunni er eigulegur. Lakkið fæst í Hagkaup.
Svartur jakki er klassískur en þegar hann er kominn með …
Svartur jakki er klassískur en þegar hann er kominn með glitrandi ermar þá fer eitthvað að gerast. Þessi er frá Day Birger et Mikkelsen og fæst í Kultur í Kringlunni. Hann kostar 64.995 kr.
Toppur frá Ganni. Hann fæst á Boozt.com og kostar 34.389 …
Toppur frá Ganni. Hann fæst á Boozt.com og kostar 34.389 kr.
Glansandi buxur eru þarfaþing. Þær fást í Kroll í Kringlunni …
Glansandi buxur eru þarfaþing. Þær fást í Kroll í Kringlunni og kosta 11.995 kr.
Þarftu ekki glansandi jakka? Þessi fæst í Zöru og kostar …
Þarftu ekki glansandi jakka? Þessi fæst í Zöru og kostar 13.990 kr.
Perlur setja svip á hversdagsleg föt. Þessi perlufesti færst í …
Perlur setja svip á hversdagsleg föt. Þessi perlufesti færst í Zöru og kostar 3.990 kr.
Þessi kjóll minnir á tálkvendi áttunda áratugarins. Ef þú vilt …
Þessi kjóll minnir á tálkvendi áttunda áratugarins. Ef þú vilt hleypa þínu innra tálkvendi út gæti þessi kjóll hjálpað þér. Hann fæst í Zöru og kostar 19.995 kr.
Gimsteinaeyrnalokkar frá In Wear. Þeir fást í Companys í Kringlunni …
Gimsteinaeyrnalokkar frá In Wear. Þeir fást í Companys í Kringlunni og kosta 3.990 kr.
Bolur fyrir fólk með fortíðarþrá. Hann gæti hafa fundist í …
Bolur fyrir fólk með fortíðarþrá. Hann gæti hafa fundist í óskilamunum á Tunglinu sáluga en þessi er þó splunkunýr. Hann fæst í Vero Moda og kostar 4.995 kr
Eru þetta mestu skvísustígvél sem fyrirfinnast á jörðinni? Þau eru …
Eru þetta mestu skvísustígvél sem fyrirfinnast á jörðinni? Þau eru frá Costummade og fást hjá Andreu í Hafnarfirði. Þau kosta 69.900 kr.
Silfurbuxur fyrir ævintýraþyrsta. Fást í Júník og kosta 11.990 kr.
Silfurbuxur fyrir ævintýraþyrsta. Fást í Júník og kosta 11.990 kr.
The Cher-kjóllinn frá Yeoman er nokkuð sem vel væri hægt …
The Cher-kjóllinn frá Yeoman er nokkuð sem vel væri hægt að gefa sjálfum sér í jólagjöf. Hann kostar 49.900 kr.
Samsøe-toppur úr pallíettuefni mun framkalla stórkostlegar breytingar á lífi þínu. …
Samsøe-toppur úr pallíettuefni mun framkalla stórkostlegar breytingar á lífi þínu. Hann fæst í versluninni Evu og kostar 19.990 kr.
Samsøe Samsøe-pils er flott eitt og sér en líka með …
Samsøe Samsøe-pils er flott eitt og sér en líka með toppnum úr pallíettuefninu. Það kostar 26.995 kr. og fæst í versluninni Evu. Samsøe
Marc O'Polo-peysa fæst í samnefndri verslun í Kringlunni og kostar …
Marc O'Polo-peysa fæst í samnefndri verslun í Kringlunni og kostar 27.900 kr.
Bleikur trefill úr 100% ull mun gjörbreyta fataskápnum og færa …
Bleikur trefill úr 100% ull mun gjörbreyta fataskápnum og færa hann upp á annað stig. Þessi trefill er frá Boss og fæst í samnefndri verslun í Kringlunni. Hann kostar 14.990 kr.
Bleikir flauelsskór með slaufu passa við allt. Þessir skór eru …
Bleikir flauelsskór með slaufu passa við allt. Þessir skór eru frá Costum made og kosta 38.900 kr. Þeir fást í Andreu í Hafnarfirði.
Gustav Denmark er vandað og gott danskt merki sem nýtur …
Gustav Denmark er vandað og gott danskt merki sem nýtur vinsælda hjá öllum smörtu vinkonum okkar á Norðurlöndum. Þessi kjóll fæst í Mathildu og kostar 39.990 kr.
Pallíettutoppur með ermum er góður í vetrarkulda. Þessi fæst í …
Pallíettutoppur með ermum er góður í vetrarkulda. Þessi fæst í Mathildu í Kringlunni og kostar 54.990 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál