Langþráður sigur Breiðabliks

Elvar Páll Sigurðsson og Kristinn Þór Björnsson eigast við í …
Elvar Páll Sigurðsson og Kristinn Þór Björnsson eigast við í leik Breiðabliks og Þórs. mbl.is/Styrmir Kári

Breiðablik vann langþráðan fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Þór frá Akureyri að velli á Kópavogsvelli í kvöld, 3:2. Leikurinn var fjörugur og hefðu fleiri mörk hæglega getað litið dagsins ljós. Eftir leikinn er Breiðablik í 8. sæti með níu stig en Þór vermir botnssæti deildarinna með fimm stig.

Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu en þá skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir undirbúning Árna Vilhjálmssonar. Þórsarar jöfnuðu hins vegar leikinn á 37. mínútu þegar Sveinn Elías Jónsson skoraði með langskoti, en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu á leiðinni að markinu.

Áður en flautað var til hálfleiks kom Elfar Freyr Helgason Blikum yfir á nýjan leik, hann fylgdi þá eftir glæsilegri aukaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar og skoraði með skalla á 45. mínútu.

Í síðari hálfleik bætti Árni Vilhjálmsson svo við þriðja markinu, skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman á 53. mínútu.

Hetjuleg barátta Þórsara dugði til að minnka muninn en það gerði Þórður Birgisson á 90. mínútu eftir hornspyrnu. Lengra komust þeir hins vegar ekki og sigur Blika staðreynd.

Allt um leikina er líka að finna í beinu lýsingunni ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Breiðablik 3:2 Þór opna loka
90. mín. Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert