Framlína í lausu lofti?

Kolbeinn Sigþórsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá Nantes í Frakklandi.
Kolbeinn Sigþórsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá Nantes í Frakklandi. AFP

Nú þegar rétt rúmir fimm mánuðir eru þar til flautað verður til leiks Íslendinga og Portúgala í úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu í Frakklandi hefur maður smá áhyggjur af þeim framherjum sem koma til með að spila fyrir Íslands hönd á fyrsta stórmótinu.

Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen og Viðar Örn Kjartansson, þeir leikmenn sem leystu framherjastöðurnar í undankeppninni, eru annaðhvort úti í kuldanum hjá sínum liðum, án liðs, á leið í ný lið, eru í leit að nýjum liðum til að fara í eða í fríi frá sínum deildum.

„Það er ekki hægt að segja að neinn af framherjunum sé beint á flugi í augnablikinu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar af þjálfurum íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið í gær.

„Þetta hefur verið svona upp og niður hjá þeim en auðvitað vildum við að þessir strákar sem hafa spilað þessar stöður með landsliðinu væru meira að spila og skora fyrir lið sín,“ segir Heimir.

Sjá fréttaskýringuna í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.