Ísland ekki með í FIFA-tölvuleiknum

Þeir sem vilja spila FIFA-leikinn sem Birkir Bjarnason verða að …
Þeir sem vilja spila FIFA-leikinn sem Birkir Bjarnason verða að láta sér nægja að velja félagslið hans, Basel. mbl.is/Skapti

Íslensku karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu eru ekki meðal þeirra landsliða sem EA Sports ákvað að hafa í nýjustu útgáfu FIFA-tölvuleiksins.

EA Sports hefur nú tilkynnt hvaða lið sé hægt að spila með í FIFA 17. Kvennalandsliðum var fjölgað í 14 en Ísland, sem er í 16. sæti á heimslista FIFA, er ekki á meðal þeirra. Karlalandsliðin eru svo 47 talsins en þrátt fyrir að hafa komist í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar, og að vera í 27. sæti heimslistans, er Ísland ekki heldur þar á meðal.

EA Sports ákvað aftur á móti að hafa stuðningsmannaklapp Íslendinga, víkingaklappið svokallaða, í leiknum að þessu sinni.

Hægt er að sjá liðin sem verða í leiknum með því að SMELLA HÉR.

Kvennalandslið voru í fyrsta sinn með í FIFA-leiknum í síðustu …
Kvennalandslið voru í fyrsta sinn með í FIFA-leiknum í síðustu útgáfu og er nú fjölgað í 14. Ísland er ekki þar á meðal. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka