Spennandi verkefni

Arnór Ingvi Traustason í góðum hópi.
Arnór Ingvi Traustason í góðum hópi. Ljósmynd/KSÍ

Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það spennandi verkefni að mæta Indónesíu en þjóðirnar eigast við í tveimur vináttuleikjum í Indónesíu.

Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta á fimmtudaginn 11. janúar og sá síðari í Jakarta á sunnudaginn.

„Þetta verkefni leggst bara vel í okkur. Þetta var langt flug og löng aðkoma en þetta er spennandi verkefni,“ segir Helgi Kolviðsson í viðtali við KSÍ TV. Helgi segir að þetta séu nokkuð óvenjulegar aðstæður en vel hafi verið tekið á móti landsliðinu. „Móttökurnar eru bara búnar að vera mjög góðar. Auðvitað ýmsir hlutir sem við viljum alltaf vera að bæta og auðvitað aðstæður sem við gátum ekki skoðað áður.“ en allt viðtalið má sjá í myndskeiðinu hér að neðan.

Heimir Hallgrímsson ræðir við leikmenn á æfingu í Yogyakarta.
Heimir Hallgrímsson ræðir við leikmenn á æfingu í Yogyakarta. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska liðið er sem kunnugt er að mestu skipað leikmönnum liða á Norðurlöndum, enda fara leikirnir fram utan alþjóðlegra leikdaga. Engir af fastamönnum landsliðsins eru með í för og leikjahæstir þeirra sem skipa hóp Íslands eru Ólafur Ingi Skúlason, Arnór Smárason og Arnór Ingvi Traustason. Fimm í hópnum eiga ekki A-landsleik að baki og níu leikmannanna hafa spilað einn til þrjá landsleiki.

Helgi segir að þetta séu nokkuð óvenjulegar aðstæður en að vel hafi verið tekið á móti liðinu. „Móttökurnar eru bara búnar að vera mjög góðar. Auðvitað ýmsir hlutir sem við viljum alltaf vera að bæta og auðvitað aðstæður sem við gátum ekki skoðað áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert