Íslenska landsliðið í doppóttu?

Verða Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu í ...
Verða Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu í doppóttum sokkum á HM í Rússlandi? mbl.is/Golli

Það styttist í að ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea, sem hannar búning íslensku landsliðanna í knattspyrnu muni birta nýjan landsliðsbúning sem íslenska karlalandsliðið mun meðal annars leika í á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem hefst í júní á þessu ár.

Errea birti á Twitter í dag hluta af búning íslenska landsliðsins. Virðist þar vera um að ræða munstrið á sokkum landsliðsins en ljóst er að Ítalarnir fari ekki hefðbundna leið en sokkarnir eru nefnilega doppóttir.

Mikil umræða skapaðist síðast er Errea frumsýndi íslensku landsliðstreyjuna sem landsliðin hafa spilað í síðustu ár en hún er eins og alþjóð veit með mikilli rauðri og hvítri rönd þvert niður búninginn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina