Sá argentínski farinn frá Eyjum

Ignacio Fideleff í búningi Parma.
Ignacio Fideleff í búningi Parma.

Ekkert verður af því að argentínski knattspyrnumaðurinn Ignacio David Fideleff leiki með ÍBV á komandi keppnistímabili eins og til stóð.

Eyjamenn sömdu við hann í janúar en ferilskráin hjá þessum 28 ára gamla varnarmanni leit ágætlega út. Hann á m.a. að baki leiki með Napoli og Parma á Ítalíu og Maccabi Tel Aviv í Ísrael og lék með U20 ára landsliði Argentínu á sínum tíma.

Þegar á reyndi kom hinsvegar á daginn að Fideleff var ekki í nægilega góðu standi vegna meiðsla og Eyjamenn hafa nú sent hann heim.

mbl.is